þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Valur - Fjölnir 6 - 0
Við náðum okkur í 3 stig í dag í frekar bragðdaufum leik.
Leikurinn byrjaði vel og við skorum strax 2 mörk (Kristín og Nína). Nína bætti svo þriðja markinu við en við það virtumst við vera saddar og sáttar með sem komið var.
Undir lok leiksins löguðum við svo leik okkar með 3 mörkum frá Fríðu, Guðrúnu Maríu og e-i Fjölnisstelpu sem var svo óheppin að skora sjálfsmark.
Guðrún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag og skoraði um leið sitt fyrsta mark í efstu deild.
Nú eru aðeins tvær umferðir eftir af deildinni, leikir við Breiðablik og ÍBV.
Við þurfum 3 stig til að hampa Íslandsmeistaratitli.
Okkar tækifæri til að fagna titli að Hlíðarenda gefst þann 28.ágúst n.k 14.00 í leik gegn Breiðablik og öskrum við háværum röddum á alla valsmenn, vini og vandamenn að hvetja okkur í þeim leik, áhorfendur verða einfaldlega að vera okkar 12.maður....
Leikurinn byrjaði vel og við skorum strax 2 mörk (Kristín og Nína). Nína bætti svo þriðja markinu við en við það virtumst við vera saddar og sáttar með sem komið var.
Undir lok leiksins löguðum við svo leik okkar með 3 mörkum frá Fríðu, Guðrúnu Maríu og e-i Fjölnisstelpu sem var svo óheppin að skora sjálfsmark.
Guðrún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag og skoraði um leið sitt fyrsta mark í efstu deild.
Nú eru aðeins tvær umferðir eftir af deildinni, leikir við Breiðablik og ÍBV.
Við þurfum 3 stig til að hampa Íslandsmeistaratitli.
Okkar tækifæri til að fagna titli að Hlíðarenda gefst þann 28.ágúst n.k 14.00 í leik gegn Breiðablik og öskrum við háværum röddum á alla valsmenn, vini og vandamenn að hvetja okkur í þeim leik, áhorfendur verða einfaldlega að vera okkar 12.maður....
Comments:
Skrifa ummæli