<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Þór / KA / KS - Valur 2 - 5  

Óþarflega mikil spenna komst í leikinn á Akureyri í gær þegar við nældum okkur í 3 mikilvæg stig. Fyrri hálfleikur var vel leikinn af okkar hálfu, yfirspiluðum þær gjörsamlega og skoruðum 3 góð mörk. Sköpuðum okkur reyndar ekki nægilega mikið af færum miðað við yfirburðina en góð forusta í hálfleik. Í seinni hálfleik datt andinn eitthvað úr liðinu, einbeitingarleysi var ríkjandi í fyrstu 25 mín af hálfleiknum og heimamönnum tókst að setja 2 mörk á okkur úr jafn mörgum færum. Þá reyndi dálítið á taugarnar hjá leikmönnum. Vilji, ákveðni og einbeitining komust í liðið við mótspyrnuna og við settum 2 góð mörk undir lokin og uppskárum ágætis sigur.
Staðan er því góð sem stendur en lærdómsríkur leikur fyrir liðið þar sem við fengum að kynnast því hvað einbeitingarleysið getur verið fljótt að refsa manni.

Næsti leikur er við Fjölni að Hlíðarenda á mánudag kl. 19.00.
Byrjum að safna áhorfendum, nú þurfum við allan stuðning sem möguleiki er á.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow