mánudagur, júlí 26, 2004
Sauðárkrókur city
Halló halló halló.....
Við erum hérna í fjölmennri ferð m.fl.kv fyrir norðan að fylgjast með u-21 og það er auðvitað óendanlega mikil stemmning í hópnum.
Leikurinn í gær var fjörugur á köflum en einhverra hluta vegna virtust bæði lið spila upp á jafntefli og leikurinn leystist því upp í vitleysu sem endaði auðvitað með vítakeppni sem við ræðum ekkert mikið frekar hér. En allavega 1 stig á Akureyri og allir í Happyland með það :) heyrðist okkur allavega.
Í dag mánudaginn 26.júlí er heiðskírt og 19 stiga hiti sem hljómar örugglega mjög vel svona í fjarlægð..... en.......
Við erum búnar að keyra u.þ.b. 59 hringi í kringum Sauðárkrók okkur til skemmtunar og til að reyna að leita skjóls fyrir öllum þessum 18 vindstigum sem hafa gjörsamlega eyðilagt sólarlandastemmninguna sem við höfðum planað í dag.
Það verður þó að taka fram að hér a Króknum er einn glæsilegasti leikvöllur landsins og mættu vallarstarfsmenn að Hlíðarenda taka sér Sauðkrækinga til fyrirmyndar.
En um leið og við sendum ykkur hinum heitar rokkveðjur að norðan þá ætlum við að halda áfram að gúffa í okkur gómsæta donuts og snittubrauð með túnfinsksalati frá gæðafæði að hætti hússins (Sauðárkróksbakarí)....
Kveðja J og B að fylgjast með bláa fólkinu
Við erum hérna í fjölmennri ferð m.fl.kv fyrir norðan að fylgjast með u-21 og það er auðvitað óendanlega mikil stemmning í hópnum.
Leikurinn í gær var fjörugur á köflum en einhverra hluta vegna virtust bæði lið spila upp á jafntefli og leikurinn leystist því upp í vitleysu sem endaði auðvitað með vítakeppni sem við ræðum ekkert mikið frekar hér. En allavega 1 stig á Akureyri og allir í Happyland með það :) heyrðist okkur allavega.
Í dag mánudaginn 26.júlí er heiðskírt og 19 stiga hiti sem hljómar örugglega mjög vel svona í fjarlægð..... en.......
Við erum búnar að keyra u.þ.b. 59 hringi í kringum Sauðárkrók okkur til skemmtunar og til að reyna að leita skjóls fyrir öllum þessum 18 vindstigum sem hafa gjörsamlega eyðilagt sólarlandastemmninguna sem við höfðum planað í dag.
Það verður þó að taka fram að hér a Króknum er einn glæsilegasti leikvöllur landsins og mættu vallarstarfsmenn að Hlíðarenda taka sér Sauðkrækinga til fyrirmyndar.
En um leið og við sendum ykkur hinum heitar rokkveðjur að norðan þá ætlum við að halda áfram að gúffa í okkur gómsæta donuts og snittubrauð með túnfinsksalati frá gæðafæði að hætti hússins (Sauðárkróksbakarí)....
Kveðja J og B að fylgjast með bláa fólkinu
Comments:
Skrifa ummæli