sunnudagur, júní 06, 2004
Stjarnan - Valur 1 - 3 (Erfið fæðing)
2.leik mótsins lokið með okkar sigri 1-3.
Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir okkur, fengum á okkur mark strax eftir 8 sekúndna leik. Eftir upphafssekúndurnar og þessa erfiðu byrjun tókum við leikinn í okkar hendur og áttum hann allt til enda. Sköpuðum fullt af góðum sóknarmöguleikum í fyrri hálfleik, skutum meðal annars í slá og stöng en inn vildi boltinn ekki. Völlurinn var mjög erfiður, mikið af holum og mjög harður og kom það greinilega niður á spilamennsku liðsins oft á tíðum. Staðan í hálfleik var 1-0 þeim í vil. Seinni hálfleikur fór vel af stað, við sóttum án afláts og uppskárum fljótlega jöfnunarmark sem kom úr aukaspyrnu en Laufey skoraði glæsilegt mark eftir frákast. Stuttu seinna skoraði Dóra María svo með skalla eftir harfylgi í teignum. Síðan liðu 10-15 mínútur án marka en Dóra Stefánsdóttir skoraði þá síðasta mark leiksins með skalla eftir góða sókn. Færin létu ekki á sér standa í þessum leik og spilaði liðið í heildina séð vel á köflum. Góður sigur í það minnsta, 3 stig og við á þeim stað sem við viljum vera í deildinni.
Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir okkur, fengum á okkur mark strax eftir 8 sekúndna leik. Eftir upphafssekúndurnar og þessa erfiðu byrjun tókum við leikinn í okkar hendur og áttum hann allt til enda. Sköpuðum fullt af góðum sóknarmöguleikum í fyrri hálfleik, skutum meðal annars í slá og stöng en inn vildi boltinn ekki. Völlurinn var mjög erfiður, mikið af holum og mjög harður og kom það greinilega niður á spilamennsku liðsins oft á tíðum. Staðan í hálfleik var 1-0 þeim í vil. Seinni hálfleikur fór vel af stað, við sóttum án afláts og uppskárum fljótlega jöfnunarmark sem kom úr aukaspyrnu en Laufey skoraði glæsilegt mark eftir frákast. Stuttu seinna skoraði Dóra María svo með skalla eftir harfylgi í teignum. Síðan liðu 10-15 mínútur án marka en Dóra Stefánsdóttir skoraði þá síðasta mark leiksins með skalla eftir góða sókn. Færin létu ekki á sér standa í þessum leik og spilaði liðið í heildina séð vel á köflum. Góður sigur í það minnsta, 3 stig og við á þeim stað sem við viljum vera í deildinni.
Comments:
Skrifa ummæli