miðvikudagur, júní 23, 2004
Fjölnir - Valur 0 - 3
5.leik okkar lauk í kvöld með góðri niðurstöðu.
Við sigruðum þær 0 - 3 í baráttuleik sem við þurftum að hafa mikið fyrir.
Fjölnir mættu grimmar til leiks og vörðust mjög vel lengi framan af leik. Þær unnu mikið af návígum og það tók okkur megnið af fyrri hálfleik að finna okkar rétta tempó. Eftir 30 mín leik skoruðum við fyrsta markið en það gerði Kristín Ýr. Staðan í hálfleik var 0-1 og leikurinn í járnum. EFtir u.þ.b. 10 mín leik í seinni hálfleik skoruðum við svo annað markið og var Dóra María þar að verki með skoti utan af velli. 3 markið skoraði svo Kristín Ýr með Skalla þegar 15 mín voru til leiksloka. VIð sóttum mikið undir lokin en uppskarum ekki fleiri mörk í þetta skiptið en getum verið sátt við 3 stig og að sjálfsögðu með að halda markinu hreinu í þriðja leiknum í röð.
Tölfræðin:
Skot (á mark): 6-31 (0-15)
Horn: 1-4
Aukaspyrnur fengnar: 11-13
Rangstöður: 3-2
Við sigruðum þær 0 - 3 í baráttuleik sem við þurftum að hafa mikið fyrir.
Fjölnir mættu grimmar til leiks og vörðust mjög vel lengi framan af leik. Þær unnu mikið af návígum og það tók okkur megnið af fyrri hálfleik að finna okkar rétta tempó. Eftir 30 mín leik skoruðum við fyrsta markið en það gerði Kristín Ýr. Staðan í hálfleik var 0-1 og leikurinn í járnum. EFtir u.þ.b. 10 mín leik í seinni hálfleik skoruðum við svo annað markið og var Dóra María þar að verki með skoti utan af velli. 3 markið skoraði svo Kristín Ýr með Skalla þegar 15 mín voru til leiksloka. VIð sóttum mikið undir lokin en uppskarum ekki fleiri mörk í þetta skiptið en getum verið sátt við 3 stig og að sjálfsögðu með að halda markinu hreinu í þriðja leiknum í röð.
Tölfræðin:
Skot (á mark): 6-31 (0-15)
Horn: 1-4
Aukaspyrnur fengnar: 11-13
Rangstöður: 3-2
Comments:
Skrifa ummæli