laugardagur, júní 26, 2004
Breiðablik - Valur 1 -2
6.leik lokið með baráttusigri 1 -2
Segja má að leikurinn hafi skipst í tvo hluta hjá okkur, baráttulausan fyrri hálfleik og baráttumikinn seinni hálfleik. Það sást vel í fyrri hálfleik að Blikar ætluðu sér stóra hluti úr leiknum og voru þær sterkari aðilinn á öllum sviðum. Gugga markmaður vankaðist snemma leiks eftir höfuðhögg og bar þess merki lengi framan af leik, virtist varla vita hvað hún hét fram að hálfleik. Fyrsta markið kom á 38.mín gegn gangi leiksins þegar brotið var á Kristínu Ýr í teignum og dæmd var vítaspyrna sem Dóra skoraði úr af öryggi. Ekki leið langur tími þar til Blikar jöfnuðu leikinn eftir slæm varnarmistök okkar og staðan í hálfleik var því jöfn 1-1. Við gerðum taktískar breytingar í hálfleik sem skilaðu sér þokkalega, varnarlega unnum við mun betur, náðum leiknum í okkar hendur og vorum sterkari aðilinn sem eftir lifði leiks. Við sköpuðum okkur hins vegar ekki mörg marktækifæri en þó eitt þegar Rakel átti góða sendingu inn á Nínu sem setti boltann fallega framhjá markverði Blika.
Það hefur verið okkur mjög erfitt að klára Breiðablik á Íslandsmóti undanfarin ár og er sú barátta loksins unnin og er það jákvæðasta niðurstaða þessa leiks.
Dökki punkturinn í leiknum er hins vegar sá að Laufey Ólafs meiddist illa i upphafi leiks og er ljóst að hún verður frá keppni í í a.m.k 4-6 vikur.
Katrín og Laufey Jóh eru hins vegar að verða frískar af sínum kvillum og verða væntanlega klárar í slaginn sem fyrst.
Gaman að sjá magnaðan stuðning frá frábærum valsmönnum á leiknum sem fyrr
Takk fyrir stuðninginn
Segja má að leikurinn hafi skipst í tvo hluta hjá okkur, baráttulausan fyrri hálfleik og baráttumikinn seinni hálfleik. Það sást vel í fyrri hálfleik að Blikar ætluðu sér stóra hluti úr leiknum og voru þær sterkari aðilinn á öllum sviðum. Gugga markmaður vankaðist snemma leiks eftir höfuðhögg og bar þess merki lengi framan af leik, virtist varla vita hvað hún hét fram að hálfleik. Fyrsta markið kom á 38.mín gegn gangi leiksins þegar brotið var á Kristínu Ýr í teignum og dæmd var vítaspyrna sem Dóra skoraði úr af öryggi. Ekki leið langur tími þar til Blikar jöfnuðu leikinn eftir slæm varnarmistök okkar og staðan í hálfleik var því jöfn 1-1. Við gerðum taktískar breytingar í hálfleik sem skilaðu sér þokkalega, varnarlega unnum við mun betur, náðum leiknum í okkar hendur og vorum sterkari aðilinn sem eftir lifði leiks. Við sköpuðum okkur hins vegar ekki mörg marktækifæri en þó eitt þegar Rakel átti góða sendingu inn á Nínu sem setti boltann fallega framhjá markverði Blika.
Það hefur verið okkur mjög erfitt að klára Breiðablik á Íslandsmóti undanfarin ár og er sú barátta loksins unnin og er það jákvæðasta niðurstaða þessa leiks.
Dökki punkturinn í leiknum er hins vegar sá að Laufey Ólafs meiddist illa i upphafi leiks og er ljóst að hún verður frá keppni í í a.m.k 4-6 vikur.
Katrín og Laufey Jóh eru hins vegar að verða frískar af sínum kvillum og verða væntanlega klárar í slaginn sem fyrst.
Gaman að sjá magnaðan stuðning frá frábærum valsmönnum á leiknum sem fyrr
Takk fyrir stuðninginn
Comments:
Skrifa ummæli