<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 23, 2004

Valur - KR 3 - 0  

Fyrsta leik lokið .. og niðurstaðan var í meira lagi góð. Spiluðum illa í upphafi en unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn og spiluðum betri og betri leik eftir því sem á leið. Staðan var 0 - 0 í hálfleik. Í síðari hálfleik kom Vilborg inná á hægri kantinn og Dóra María fór á miðjuna, leikurinn opnaðist við breytinguna og Vilborg var ekki lengi að leggja upp fyrsta markið sem Nína skoraði og opnaði þar með markareikning sumarsins. Nína setti síðan annað mark stuttu síðar eftir góðan undirbúning Laufeyjar. Þriðja markið skoraði Vilborg svo utan af kanti eftir gott hlaup og innsiglaði þar með góðan sigur. Sigurinn hefði hæglega getað verið stærri en liðið fór illa með góð marktækifæri undir lok leiks.

Maður leiksins var valin : Laufey Ólafsdóttir

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow